top of page
Riding in a Car

Þjónusta í boði

Verkleg kennsla til almennra ökuréttinda. Kenni á bæði beinskiptann og sjálfskiptann. Einnig býð ég uppá akstursmat.

Upprifjun fyrir eldri ökumenn.

UAlmenna ráðgjöf um ferlið sem þarf fyrir önnur ökuréttindi og allt sem viðkemur umferð .

 

Meiri upplýsingar
Driving School
Driving Lesson
tesla 1.webp

Hvað þarf að gera til að byrja.

Fyrsta skrefið til að fá bílpróf er að velja sér ökukennara. Hann getur leitt þig í gegnum allt ferlið og útskýrt öll vafaatriði.

Þegar byrja á námið þarf að sækja um námsheimild á ísland.is. 

Umsókn um fyrsta ökuskírteinið (námsheimild) | Ísland.is (island.is)

Til þess þarf að hafa rafræn skilríki.  Þá þarf einnig að fara með passamynd til sýslumanns. 

Hvenær er hægt að byrja.

Þegar einstaklingur er orðinn 16 ára gamall er hægt að hefja ökunám. Ef neminn ætlar sér að fara í æfingaakstur þarf að klára að minnsta kosti 10 verklega tíma áður en það hefst. Þegar verklegir tímar hefjast hjá ökukennara tekur neminn einnig ökuskóla 1. Ef ekki á að taka æfingaakstur er nóg að hefja námið nokkrum mánuðum fyrir 17 ára afmæli.  

Annað

Skriflegt próf má taka 2 mánuði fyrir 17 ára afmælið og verklegt 2 vikum fyrir afmælið. Þegar það á að gera er gott að hitta ökukennarann aftur og þá er tekinn ökuskóli 2 áður. Taka þarf að lágmarki 15 verklega tíma þannig að nokkrir tímar eru teknir samtímis skriflega prófsins, ökuskóla 2 og 3 og verklega lokaprófsins. 

bottom of page